Fréttir
 • Ráðstefnan fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.
 • Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar.
 • G. Pétur Matthíasson var ráðstefnustjóri.
 • Ari Trausti Guðmundsson.
 • Hafdís Eygló Jónsdóttir, Vegagerðin.
 • Vigdís Bjarnadóttir, Efla.
 • Þorgeir Helgason, Verkís.
 • Helgi S. Ólafsson, Vegagerðin.
 • Andri Gunnarsson, Eflu.
 • Katrín Halldórsdóttir, Vegagerðin.
 • Albert Skarphéðinsson, Mannvit.
 • Harpa Stefánsdóttir, NMBU.
 • Guðjón Örn Björnsson, VSÓ ráðgjöf.
 • Heiðar Karlsson, Vista ehf.
 • Þorbjörg Sævarsdóttir, Vegagerðin.
 • Grétar Mar Hreggviðsson frá VSÓ.
 • Steinunn Garðarsdóttir, LBHÍ.
 • Atli Már Grétarsson, Efla.
 • Sandra Rán Ásgeirsdóttir, Mannvit.
 • Ögmundur Erlendsson, ÍSOR.
 • Ráðstefnan fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.
 • Ráðstefnan fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.
 • Guðmundur Rafn Kristjánsson og Ólafur Thorlacius Árnason.
 • Gestir á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar.
 • Gestir á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar.
 • Þórir Ingason, Hersir Gíslason og Gunnar Bjarnason.
 • Gestir á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar.
 • Einar Már Magnússon, Jón Hjaltason, Valtýr Þórisson, Birgir Eyþórsson og Ólafur Sveinn Haraldsson.
 • Aron Bjarnason, Gunnar Sigurgeirsson og Gísli Gíslason.
 • Katrín Halldórsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Sigríður Inga Sigurðardóttir.
 • Kristinn Lyngmo og Árni Gísli Árnason.
 • Guðmundur Valur Guðmundsson og Hreinn Haraldsson.
 • Þrettán verkefni voru kynnt á plakötum í forrými ráðstefnunnar.
 • Ari Trausti Guðmundsson, Guðmundur Valur Guðmundsson, Hreinn Haraldsson, Ólafur Wallevik og Bergþóra Þorkelsdóttir.
 • Ólafur Sveinn Haraldsson forstöðumaður rannsókna hjá Vegagerðinni.

Vel sótt rannsóknaráðstefna

Tuttugasta rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar

5.11.2021

Hátt í 300 þátttakendur mættu á tuttugustu rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica þann 29. október síðastliðinn. Ráðstefnan var afar vel lukkuð en henni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.
Á ráðstefnunni kenndi margra grasa. Haldnir voru 15 fyrirlestrar um rannsóknarverkefni og kynnt 13 veggspjöld. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, hóf ráðstefnuna með erindi sem bar heitið „Náttúran og pólitíkin“. 

Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar hefur legið í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki einvörðungu er einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Rannsóknaráðstefnan endurspeglar síðan hið mikla starf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar vinnur. Mikil ásókn er í sjóðinn en árið 2021 bárust 137 umsóknir upp á samtals 400 milljónir króna. Af þessum 137 umsóknum fengu 66 verkefni styrk fyrir samtals 150 milljónir króna en það er fjárveitingin sem sjóðurinn hefur til umráða samkvæmt samgönguáætlun.

Umsóknir í sjóðinn koma víða að. Starfsfólk Vegagerðarinnar sækir nokkuð í sjóðinn til að koma ýmsum rannsóknaverkefnum á koppinn en stærstur hluti styrkja er veittur til verkefna sem koma utanað, frá háskólunum, opinberum stofnunum, verkfræðistofum og öðrum fyrirtækjum.

Vegagerðin fær skýrslur með niðurstöðum allra verkefnanna sem eru styrkt og eru þær birtar á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Ágrip,glærur og plaköt frá rannsóknaráðstefnunni 2021 má finna á vefsíðu ráðstefnunnar.

Upptöku af ráðstefnunni má nálgast hér að neðan:

,