Fréttir
  • Breiðafjarðarferjan Baldur

Aukaferðir Baldurs 21. og 22. maí

enn er lokað í Kjálkafirði

21.5.2013

Aðstæður í Kjálkafirði verða metnar í dag. Sérfræðingar Vegagerðarinnar og verktakans meta stöðuna og hættuna á frekara framhlaupi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Á meðan er vegurinn lokaður. Búast má við ákvörðun síðdegis eða í fyrramálið.

Því hefur verið ákveðið að Breiðafjarðarferjan Baldur fari aukaferð í kvöld þriðjudagskvöld frá Stykkishólmi kl. 20:45 og frá Brjánslæk kl. 23:25. Farið verður á morgun frá Stykkishólmi kl. 09:00 og kl. 15:00 og frá Brjánslæk kl. 12:00 og 18:00. Sjá einnig eldri fréttir.