Fréttir
  • Framhlaupið 23. apríl

Lokun i Kjálkafirði

Ekki þótti verjandi að ógna öryggi vegfarenda

20.5.2013

Vestfjarðarvegur (60) á sunnanverðum Vestfjörðum verður lokaður í Kjálkafirði enn um sinn vegna hættu á skriðuföllum. Frá því á aðfaranótt sunnudags hefur Vestfjarðavegur í Kjálkafirði verið lokaður allri umferð og sólarhringana þar á undan hafði verið lokað á nóttunni.

Að mati sérfræðinga á vegum Vegagerðarinnar var töluverð hætta talin á frekari skriðuföllum vegna mikillar úrkomu sem spáð var. Ekki þótti verjandi að ógna öryggi vegfarenda og því mæltu sérfræðingarnir með því að veginum yrði alveg lokað og var það gert. Þeir munu aftur skoða stöðuna á morgun, þriðjudag, og kanna hvort eða hvaða breytingar hafa orðið í skriðunni og meta hvort að óhætt er að opna veginn aftur, amk á ákveðnum tímum. Frekari tilkynningar verða sendar út þegar það verður ljóst.

 

Á morgun þriðjudag 21. maí mun Breiðafjarðaferjan Baldur fara tvær ferðir. Farið verður frá Stykkishólmi kl. 09:00 og kl. 15:00 og frá Brjánslæk kl. 12:00 og kl. 18:00.