Fréttir
  • Þjóðvegir landsins sumarkönnun
  • Þjóðvegir landsins sumarkönnun

Betra viðhorf almennings til Vegagerðarinnar

og til veganna og starfs Vegagerðarinnar

14.10.2011

Það fjölgar nokkuð í hópi þeirra sem eru jákvæðir í garð Vegagerðarinnar samkvæmt viðhorfskönnun sem Maskína hefur unnið fyrir Vegagerðina. Könnun sem þessi er gerð tvisvar á ári, sumar og vetur. Þeim fjölgar sem eru jákvæðir og þeim neikvæðu fækkar; einnig þeim sem segjast vera hvorki jákvæðir né neikvæðir.

Sama á við um allar spurningarnar í sumarkönnuninni. Fleiri telja nú þjóðvegina mjög góða eða frekar góða en í síðustu könnun. Töluvert fleiri eru nú ánægðir með kantstikur og yfirborðsmerkingar á þjóðvegunum. Og sama á við um merkingar vegna vegaframkvæmda.

Þegar spurt er hvað megi bæta segjast flestir vilja breikka vegina eða auka bundið slitlag. Þó fækkar í þessum hópum frá síðustu könnun. Færri vilja slétta vegi eða bæta málun á bundnu slitlagi en hóparnir eru álíka stórir og í vetrarkönnuninni.

Varðandi merkingar við vegaframkvæmdir vilja flestir sjá að merkingar komi fyrr, að þær séu skýrari eða að það séu fleiri merkingar.

Flestir þeirra sem hafa leitað upplýsinga hjá Vegagerðinni hafa gert það í gegnum heimasíðuna eða nærri 90 prósent. Færri hafa notað textavarp, síma og enn færri tölvupóst.

Sjá alla könnunina.

Sjá einnig eldri kannanir.

 

Þjóðvegir landsins sumarkönnun

 

 

 

 

 

Þjóðvegir landsins sumarkönnun