Fréttir
  • Graf október 2010

Meiri umferð í október í ár en í fyrra

umferðin eykst í októbermánuði

1.11.2010

Umferðin á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum jókst um 3,3 prósent í október miðað við októbermánuð 2009. Það kemur töluvert á óvart að umferðin aukist þetta í október en það gerist allstaðar nema á Hellisheiði og þá Suðurlandi.

Ef til vill kann þetta að skýrast af góðu veðri í október því ef litið er til fyrstu tíu mánaða ársins er ljóst að umferð dregst mikið saman og er um mesta samdrátt að ræða síðan þessar mælingar hófust árið 2005.

Aukningin í október, eftir stöðugan samdrátt allt árið 2010, á stað á öllum talningastöðum og landssvæðum fyrir utan Hellisheiði og Suðurland, en 3,6% samdráttur í akstri um Hellisheiði veldur um 1,8% samdrætti á Suðurlandi. Á þessari stundu hefur Vegagerðin ekki skýringar á því hvers vegna teljari á Hellisheiði sker sig úr, því vert að minnast þess að um bráðabrigðatölur og órýnd gögn er að ræða. Fyrstu frumathuganir leiða þó ekkert óeðlilegt í ljós á þessum stað.

 

Talnaefni og gröf

 

Ef leitað er skýringa á því hvers vegna umferð í október árið 2010 kemur betur út en árið 2009 kunna skýringarnar e.t.v. að liggja í því að óvenju gott veður var í október. Þá má sjá á línuriti er sýnir heildarakstur í hverjum mánuði að einungis árin 2006 og 2007 hefur verið meiri umferð í okt.

Þegar horft er til þess sem af er árinu, sést hins vegar að aðeins einu sinni áður hefur orðið samdráttur í heildarakstri á tímabilinu jan. - okt. en hann var á milli áranna 2007 og 2008. Ljóst er af meðfylgjandi samantektartöflu að frá áramótum er um að ræða mesta samdrátt í akstri frá upphafi þessara mælinga.

 

Samanburðartafla okt 2010

 

Fróðlegt verður að fylgjast með áframhaldinu því eins og sést á línuritinu: ,,Uppsafnaður akstur", virðist línan fyrir árið 2010 nú vera nokkuð samsíða 2006 línunni, en fyrir október-tölur stefndi 2010 línan meira á hana, þannig að útlit var þá fyrir að þær línur mættust sem hefði þýtt sambærilega akstur árið 2010 og 2006 en nú stefnir í að aksturinn verið u.þ.b. mitt á milli áranna 2006 og 2008.

Nánar um línuritið ,,Heildarakstur í hverjum mánuði" virðist sem svo að þau ár, sem hafa mikinn akstur í októbermánuði þ.e.a.s. árin 2006 og 2007, detti umferð hratt niður nóvember, þannig að akstursaukning í október hefur ekki smitað yfir í nóvember. Nú er bara að sjá til hvort 2010 línan muni hegða sér með svipuðum hætti og árin 2006 og 2007.

Athygli er vakin á nýju línuriti, er sýnir hvernig akstur hefur þróast fyrir hvert landssvæði. Þar sést vel vægi hvers landshluta af heildinni, í þessu úrtaki. Á þessu línuritið má einnig sjá hvernig umferðin á höfuðborgarsvæðinu hegðar sér með ólíkum hætti en um önnur landssvæði.

 

Einstök svæði graf

 

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1817