Fréttir
  • Útnesvegur á Snæfellsnesi

Uppbygging á Útnesvegi um norðvestanvert Snæfellsnes

19.7.2006

Vegagerðin kynnir hér fyrirhugaða vegaframkvæmd á Útnesvegi (574) sem liggur um norðvestanvert Snæfellsnes frá HáahrauniSaxhóli.

Framkvæmdarsvæðið liggur í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull og er á náttúruminjaskrá.

Fyrirhugað er að endurbyggja veginn á 16,9 km kafla með litlum breytingum á legu vegar en nokkuð hæðarlega. Lögð verður klæðning og bundið slitlag á veginn. Með þessari framkvæmd er lokið við að endurbyggja Útnesveg með bundnu slitlagi frá Háahrauni til Saxhóls.

Framkvæmdin er á vegáætlun 2006 - 2008. Framkvæmdir munu líklega hefjast haustið 2006 en ekki er ljóst hvenær verkinu í heild lýkur. Ráðgert er að ljúka fyrst kaflanum frá Beruvíkurhrauni að slitlagsenda á móts við Öndverðarneshóla (vestan Saxhóla).

Tilgangur framkvæmdarinnar er að endurbæta veginn með bundnu slitlagi og að auka umferðaröryggi. Það miðast einkum við styrkingu núverandi vegar þar sem þess er þörf, að endurhanna hæðarlegu vegarins miðað við 90 km hönnunarhraða og afnema krappar beygjur.

Settir verða áningastaðir og útskot í samráði við Þjóðgarðsvörð. Þjóðgarðsvörður hefur lagt fram lista með tillögum, má þar nefna Svalþúfu við Lóndranga og við Purkhóla.

Nánari upplýsingar er að finna undir kynningargögnum framkvæmda hér