Fréttir
  • Hvalfjarðargöng - suðurmunni

Hvalfjarðargöngin og Sundabraut. Mat á kostum og göllum einkaframkvæmdar

9.6.2006

Þessi frétt er prentuð af vef Ríkisendurskoðunar

Hvalfjarðargöngin og Sundabraut. Mat á kostum og göllum einkaframkvæmdar.

Í þessari greinargerð er fjallað um kosti þess og galla að láta einkaaðila en ekki ríkið sjá um gerð og rekstur samgöngumannvirkja. Jafnframt er rifjað upp hvernig staðið var að undirbúningi og gerð Hvalfjarðarganga og sú reynsla sem þar fékkst notuð til að meta væntanleg áform um gerð Sundabrautar.

Að mati Ríkisendurskoðunar verða framkvæmdir við Hvalfjarðargöng ekki skilgreindar sem hrein einkaframkvæmd í venjulegum skilningi þess orðs, enda stóðu opinberir aðilar að baki hlutafélaginu Speli. Stofnunin telur ekki heldur að eiginleg einkaframkvæmd við hönnun, gerð og rekstur ganganna hefði orðið ódýrari en sú leið sem farin var. Þá telur Ríkisendurskoðun engin sérstök rök mæla með því að fela fremur einkaaðilum gerð og rekstur Sundabrautar en ríkinu þar sem lítil óvissa er um verkið sjálft og kostnað við það. Ávinningur af verkinu sé hins vegar umtalsverður.

Ríkisendurskoðun tekur fram að með þessu sé ekkert fullyrt um það hvort einkaframkvæmdir geti átt rétt á sér við aðrar kringumstæður.

Hvalfjarðargöngin og Sundabraut - Mat á kostum og göllum einkaframkvæmdar