Fréttir
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2014

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2015

fjölmörg spennandi erindi að vanda

9.10.2015

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 30. október 2015. 


Þetta er sú fjórtánda í röðinni, en kveðið er á í vegalögum um að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs. 

Vegagerðin vinnur að innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri og hvetur þátttakendur því til að huga að lágmörkun umhverfisáhrifa, svo sem með notum á vistvænum ferðamáta til og frá ráðstefnunni og taka þátt í úrgangsflokkun á staðnum.

Skráning er hafin og fer fram í gegnum þennan tengill.

Dagskrá:

 

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2015

08:00-09:00  Skráning
09:00-09:15 Setning  
Þórir Ingason
09:15-09:30 Ákvörðun á flóðhæð í Básendaflóð, ágrip
Gísli Viggósson
09:30-09:45
Malbikun á gólf steyptra brúa, ágrip
Gísli Guðmundsson (Mannvit)
09:45-10:00 
Vöktunarkerfi fyrir brýr, ágrip
Guðmundur Valur Guðmundsson (Vegagerðin)
10:00-10:15   Leiðbeiningar í eftirliti við framkvæmdir hjá Vegagerðinni, ágrip
 Jón Helgi Helgason (Vegagerðinni)
10:15-10:45  Kaffi
10:45-11:00 Steypt slitlög á brýr
próf. Ólafur H. Wallevik (Nýsköpunarmiðstöð Íslands) 
11:00-11:15 Aðgengi fatlaðs fólks að samgöngumannvirkjum, ágrip
Birna Hreiðarsdóttir (Norm ráðgjöf)
11:15-11:30 Aðstæður fyrir sjálfakandi bíla á Íslandi, ágrip
Sverrir Bollason (VSÓ)
11:30-11:45 Vegir og ferðaþjónusta, ágrip
Rögnvaldur Guðmundsson (Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar)
11:45-12:00 Umræður og fyrirspurnir
12:00-13:00 Matur
13:00-13:15 Líkan um endingu hálkusalts (NordFoU, MORS), ágrip
Skúli Þórðarson (Vegagerðin)
13:15-13:30 Reykjanesbraut-Lækjargata, umferðarflæði hringtorgs bætt með ljósastýringu, ágrip 
Grétar Mar Hreggviðsson (VSÓ)
13:30-13:45 Athugun á áhrifum hraðamyndavéla á Hringvegi í Hvalfjarðarsveit á fjölda slysa, ágrip
Jón Hjaltason og Katrín Halldórsdóttir (Vegagerðin)
13:45-14:00 Öryggisúttekt EuroRAP á Íslandi í ViDA heimsgagnagrunninn, ágrip
Ólafur Guðmundsson (tæknistjóri EuroRAP á Íslandi
14:00-14:15 Kortlagning þarfar á salernisaðstöðu meðfram þjóðvegum Íslands - Staða mála í nágrannalöndunum og á Íslandi, ágrip  
Ragnhildur Gunnarsdóttir (Efla)
14:15-14:30 Vinnusóknarmynstur á Höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi (e. Commuting patterns), ágrip
 Lilja G. Karlsdóttir (Viaplan)
14:30-14:45 Umræður og fyrirspurnir
14:45-15:15 Kaffi
15:15-15:30  Áningngarstaðir og örugg vegútskot á Suðausturlandi með áherslu á náttúrufar og myndrænt svipmót, ágrip
Snævarr Guðmundsson (Náttúrustofa Suðausturlands) 
15:30-15:45  Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Ágrip
Auður Magnúsdóttir (VSÓ) 
15:45-16:00  Umhverfisvæn eyðing gróðurs í vegköntum, ágrip
Kristín Þrastardóttir (VSÓ) 
16:00-16:15 Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi, ágrip
Finnur Pálsson (HÍ) 
16:15-16:30  Uppsetning þenslumæla til vöktunar á jarðskorpuhreyfingum undir Kötlu, ágrip
Mathew J. Roberts (Veðurstofa Íslands) og fleiri 
16:30-16:45  Skaftárhlaup í beinni útsendingu, ágrip
Bergur Einarsson (Veðurstofa Íslands) 
16:45-17:00  Umræður og fyrirspurnir 
17:00 - Ráðstefnuslit, léttar veitingar í boði Vegagerðarinnar 
 
Glærur og ágrip fyrirlestra verður hægt að finna á vef Vegagerðarinnar að ráðstefnu lokinni