Fréttir
  • Vestfjarðavegur (60). Framkvæmdir á Dynjandisheiði árið 2022. Mynd:Haukur Sigurðsson

Námskeið um efnisrannsóknir og efniskröfur í vegagerð

18. apríl 2023 hjá Vegagerðinni í Garðabæ

13.4.2023

Vegagerðin boðar til námskeiðs um efnisrannsóknir og efniskröfur í vegagerð. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að hönnun, framleiðslu, framkvæmd og eftirliti í vegagerð.  

Markhópar: Starfsfólk Vegagerðarinnar, verkfræðistofur, sveitarfélög, verktaka og framleiðendur vegagerðarefna.

Leiðbeinendur: Birkir Hrafn Jóakimsson (BHJ), forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar og Pétur Pétursson (PP), sérfræðingur á stoðdeild Vegagerðarinnar

Dags- og tímasetning:  18. apríl 2023 kl. 9:30 til 17:00  

Staðsetning: Vegagerðin, Suðurhraun 3, 210 Garðabær (fundarsalur við aðalinngang)

Námskeiðsgjald: 32.000 kr, innifalið eru kaffiveitingar og hádegisverður

Skráning: Berist fyrir 13. apríl til birkir.h.joakimsson@vegagerdin.is eða petur.petursson@vegagerdin.is. Takið fram fullt nafn, netfang og vinnuveitanda.

Kennslugögn verða birt á heimasíðu Vegagerðarinnar að námskeiði loknu.

Viðurkenningar verða afhentar þeim sem sækja námskeiðið.

   Dagskrá
09:30 – 10:30   Fylling og styrktarlag (PP)
 10:30 – 10:40  Kaffihlé
 10:40 – 11:30  Burðarlag (PP)
 11:30 – 12:30  Sýnataka og prófunaraðferðir - eiginleikar steinefna (PP)
 12:30 – 13:30  Matarhlé
 13:30 – 14:15  Malbik (BHJ)
 14:15 – 15:00  Klæðing (BHJ)
 15:00 – 15:30  Malarslitlag (PP)
 15:30 – 15:50  Kaffihlé
 15:50 – 16:50  Aflfræðilegar hönnunaraðferðir (BHJ)
 16:50 – 17:00  Gagnakerfi Vegagerðarinnar – námukerfi, rannsóknakerfi, jarðtæknikerfi (BHJ)