Fréttir
  • Ólafur Sveinn Haraldsson forstöðumaður rannsókna hjá Vegagerðinni.
  • Fjöldi umsókna 2022 eftir flokkum.
  • Rannsóknarsjóður
  • Rannsóknarsjóður

Fjöldi umsókna barst til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar

Alls bárust 135 umsóknir um verkefnastyrk

1.2.2022

Alls bárust 135 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar upp á samtals  405.830.844 krónur. Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars.   

Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Vegagerðarinnar, segir þennan fjölda umsókna til marks um þann mikla áhuga sem er á rannsóknasjóðnum.  

„Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt í fjóra meginflokka; mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag. Áherslur á þessa flokka taka mið að því markmiði rannsóknasjóðsins að stuðla að því að Vegagerðin geti sinnt hlutverki sínu og jafnframt að afla nýrrar þekkingar á starfssviði hennar,“ segir Ólafur Sveinn.  

Rannsóknarráð Vegagerðarinnar kemur saman nú í febrúar til að fara yfir umsóknirnar. „Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um úthlutun í byrjun mars,“ upplýsir Ólafur Sveinn.  

Umsóknir skiptust þannig: 

·        Verkfræðistofur: 65 umsóknir – samtals 157,7 m.kr. 

·        Vegagerðin: 23 umsóknir – samtals  90 m.kr. 

·        Háskólar:  25 umsóknir – samtals 68,6 m.kr. 

·        Aðrar opinberar stofnanir og fyrirtæki: 4 umsóknir – samtals 19,7 m.kr. 

·        Aðrir: 18 umsóknir  – samtals 70 m.kr.   

Nánari upplýsingar um Rannsókna- og þróunarstarf Vegagerðarinnar má finna hér á vef Vegagerðarinnar.