Opnun tilboða

Vaðlaheiðargöng, eftirlit

14.8.2012

Seinni opnun tilboða 14. ágúst 2012. Vegagerðin, fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf..

Eftirlit með gerð Vaðlaheiðarganga milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals.

Jarðgöngin verða um 7,2 km löng í bergi og er breidd þeirra  9,5 m í veghæð. Heildarlengd vegskála er um 320 m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 4,1 km af nýjum vegum.

Eftirlitið nær einnig til stýrikerfis, fjarskiptakerfis, hraðamyndavéla og gjaldtökukerfis ganganna.

Síðari opnunarfundur var þriðjudaginn 14. ágúst 2012 kl. 14:15 þar sem lesin voru upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

 

Bjóðandi Hæfnimat
einkunn
Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 420.000.000 100,0 -3.065
Geotek ehf og Efla hf., Reykjavík 86 423.065.000 100,7 0


Efnisvalmynd