Auglýst útboð

Vaðlaheiðargöng, eftirlit

25.6.2012

Vegagerðin, fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf., auglýsir aftur eftir tilboðum í eftirlit með framkvæmd Vaðlaheiðarganga. Eins og fram kom í 3. tbl. Framkvæmdafrétta 13. febrúar 2012 var útboðinu þá frestað um óákveðinn tíma. Útboðið er nú auglýst að nýju með þeim breytingum sem óhjákvæmilega hafa orðið vegna frestunarinnar. Þeim aðilum sem þegar hafa keypt útboðsgögn verða send ný endurskoðuð útboðsgögn.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Vegagerðin, fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf., óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð Vaðlaheiðarganga milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals.

Jarðgöngin verða um 7,2 km löng í bergi og er breidd þeirra  9,5 m í veghæð. Heildarlengd vegskála er um 320 m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 4,1 km af nýjum vegum. Eftirlitið nær einnig til stýrikerfis, fjarskiptakerfis, hraðamyndavéla og gjaldtökukerfis ganganna.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Miðhúsavegi 1 á Akureyri og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með fimmtudeginum 28. júní 2012.  Verð útboðsgagna er 10.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 8. ágúst 2012 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður þriðjudaginn 14. ágúst 2012 kl. 14:15 þar sem lesin verður upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.