Verkefni Samgöngusáttmálans
Stofnvegir, Borgarlína, virkir ferðamátar og öryggi og flæði
Stofnvegir
Vesturlandsvegur: Skarhólabraut-Langitangi-Hafravatnsvegur. LOKIÐ
- Breikkun Vesturlandsvegar í 2+2 og aðskilnaður akstursstefna með vegriði.
Útskot fyrir strætó. - Hljóðvarnir.
- Markmið með framkvæmdinni: Bætt umferðaröryggi og bætt umferðarflæði.
Reykjanesbraut: Kaldárselsvegur–Krísuvíkurvegur. LOKIÐ
- Breikkun Reykjanesbrautar í 2+2 og aðskilnað með vegriði á 3,2 löngum kafla.
- Tvær göngubrýr.
- Hljóðvarnir.
- Markmið með framkvæmdinni: Bætt umferðaröryggi og bætt umferðarflæði.
Suðurlandsvegur: Bæjarháls–Vesturlandsvegur. LOKIÐ
- Breikkun Vesturlandsvegar í 2+2 og aðskilnaður akstursstefna með vegriði.
- Markmið með framkvæmdinni: Bætt umferðaröryggi og bætt umferðarflæði.
Suðurlandsvegur: Norðlingavað–Bæjarháls
- Breikkun Vesturlandsvegar í 2+2 og aðskilnaður akstursstefna með vegriði.
- Markmið með framkvæmdinni: Bætt umferðaröryggi og bætt umferðarflæði.
Reykjanesbraut: Gatnamót við Bústaðaveg
- Endurskoðun á eldri frumdrögum fyrir útfærslu gatnamóta.
- Tenging Borgarlínu frá Mjódd í Vogabyggð (Lota 3).
- Markmið með framkvæmdinni: Bætt umferðarflæði, bætt umferðaröryggi, bætt flæði fyrir almenningssamgöngur (Mjódd-Vogabyggð)
Arnarnesvegur: Rjúpnavegur - Breiðholtsbraut
Framlenging Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut, auk gatnamóta við Breiðholtsbraut. Göngu- og hjólastígar sem tengja Elliðaárdal við efri byggðir. Markmið með framkvæmdinni:
- Bættar tengingar við efri byggðir Kópavogs
- Bætt afköst á tengingu við Breiðholtsbraut
- Bættur viðbragðstími fyrir neyðaraðila á höfuðborgarsvæðinu
- Bættar tengingar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur
Sæbrautarstokkur
Miklubrautarstokkur
Reykjanesbraut: Álftanesvegur-Lækjargata
Garðabæjarstokkur
Borgarlínan
- Lota 1: Ártún-Hlemmur-Hamraborg
- Lota 2: Hamraborg-Lindir
- Lota 3: Mjódd-BSÍ
- Lota 4: Fjörður-Miklabraut
- Lota 5: Ártún-Spöng
- Lota 6: Ártún-Háholt
Virkir ferðamátar
Hjóla-og göngustígar:
- Nýr tvístefnu hjólastígur við Eiðsgranda sem nær að frá Boðagranda að JL húsi. LOKIÐ
- Nýr tvístefnu hjólastígur við Bústaðaveg sem nær frá Veðurstofu að Litluhlíð. LOKIÐ
- Nýr tvístefnu hjólastígur við Geirsgötu hjá Miðbakka. LOKIÐ
- Nýr tvístefnu hjólastígur við Fífuhvammsveg frá Salavegi að Lindarvegi. LOKIÐ
- Nýr aðskilinn göngu- og hjólastígur í gegnum Ævintýragarð í Mosfellsbæ, frá Varmá að Leirvogstungu. LOKIÐ
- Undirgöng fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur við Litluhlíð. LOKIÐ
- Bústaðavegsbrú. Breikkun gangstéttar norðan brúar til að auka pláss gangandi og hjólandi vegfarenda. Nýr tvístefnu hjólastígur við norðvestur ramp. LOKIÐ
- Undirgöng við Bústaðaveg við Sprengisand og nýir stígar. Í framkvæmd. Áætluð verklok 2023.
- Nýr tvístefnu hjólastígur í Elliðaárdal sem nær frá Stekkjabakka að Árbæjarlaug. LOKIÐ
- Arnarnesvegur. Stígakerfi við nýjan Arnarnesveg. Eru í verkhönnun 2023.
- Stígar vestan Hafnarfjarðarvegar á þremur stöðum, í Kópavogi við voginn, í Garðabæ við undirgöng, í Garðabæ við Tún, í Hafnarfirði við Norðurbæ. Verkhönnun hafin.
- Undirbúningur hafinn á verkefnum sem Kópavogur og Reykjavík halda utan um, t.d. við Ánanaust, Skógarhlíð og Ásbraut.
Göngubrýr og undirgöng
- Undirgöng undir Arnarneshæð. Í framkvæmd. Áætluð verklok sumarið 2023.
- Undirgöng við Litluhlið. LOKIÐ
- Undirgöng við Bústaðaveg við Sprengisand. LOKIÐ
- Bústaðavegur: breikkun brúar yfir Kringlumýrarbraut. LOKIÐ
- Undirgöng við Hafravatnsveg í Mosfellsbæ. LOKIÐ
Öryggi og flæði
- Bæjartorg í Hafnarfirði. Endurbætur á hringtorgi og tilfærsla gönguþverunar við Fjarðarbraut. LOKIÐ
- Víkurvegur hjá Vesturlandsvegi. Lagfæring á þverun, endurskoðun á skiltum og lúpína fjarlægð til að bæta sjónlengdir. LOKIÐ
- Arnarnesvegur. Lækkun á leyfilegum hámarkshraða við tvær gönguþveranir. LOKIÐ
- Hringtorg á Vesturlandsvegi við Lambhagaveg. Gróður fjarlægður til að bæta sjónlengdir við göngu- og hjólaþverun. LOKIÐ
- Álftanesvegur við Garðahraunsveg. Uppsetning á blokkljósi og hraðaviðvörunarskilti. LOKIÐ
- Hringtorg á Vesturlandsvegi við Lambhagaveg. Gróður fjarlægður til að bæta sjónlengdir við göngu- og hjólaþverun. LOKIÐ
- Teinagirðingum skipt út fyrir netagirðingar á öllum stöðum þar sem enn var að finna teinagirðingar, fyrir utan Hringbraut því til stendur að endurskoða alla Hringbraut.
- Arnarnesvegur við Smárahvammsveg. Lýsing aukin við gönguþverun hjá hringtorgi.