• Kort af fyrirhuguðum leiðum Borgarlínunnar.
  • Borgarlínan.
  • Borgarlínan.
  • Borgarlínan.

Borgarlínan

Verkefnastofa Borgarlínu

Borgarlínan er hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem byggir á góðum stöðvum og vönduðum vögnum sem munu að mestu aka á sérakreinum með forgangi á gangamótum. Áhersla er lögð á gott aðgengi fyrir alla. Ferðir verða tíðar og ferðatíminn styttist. Borgarlínan verður með góðar tengingar við strætisvagna sem koma frá nágrannasveitarfélögum. 

Sjá nánar www.borgarlinan.is

Verkefnisstofa Borgarlínunnar hjá Vegagerðinni

Verkefnastofa Borgarlínu tók formlega til starfa 2019 og sinnir undirbúningi fyrir fyrsta áfanga Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastofan sér um að ljúka forhönnun Borgarlínu, yfirfara leiðarkerfi, yfirfara leiðakerfi almenningssamgangna, gera kostnaðarmat, koma að skipulagsvinnu og gerð umhverfismats þannig að í framhaldinu verði hægt að hefja verkhönnun og undirbúa gerð útboðsgagna fyrir framkvæmdir. Sérfræðingar Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna, Strætó bs. og ráðgjafar, innlendir og erlendir, koma einnig að þessari vinnu. 

Í október 2020 var samið um verkefnastjórnun og rekstur verkefnisins við Mannvit og COWI. 

Í febrúar 2021 var samið um hönnun Borgarlínunnar við teymi sem samanstendur af Aretlia, MOe, Gottlieb Paludan Architects og Hnit. 

Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds er forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu

Samningur undirritaður um verkefnastjórn Borgarlínunnar

Verkefnastofa Borgarlínu tekur til starfa

Fjölþjóðlegt teymi færir verðmæta reynslu

Samningur vegna Öldu, brúar yfir Fossvog undirritaður