Fréttir
  • Snjóblásari á Öxi.
  • Frá Öxi.
  • Hefill að störfum á Öxi.
  • Frá Öxi.

Vegurinn um Öxi opnaður

Opnað fyrr en oft áður

8.3.2024

Búið er að opna veginn yfir Öxi. Hann var opnaður fyrr í dag, 8. mars, og umferð hefur þegar verið hleypt á veginn. Að sögn Þorleifs Olsen, vélamanns og hefilstjóra hjá Vegagerðinni, var mun minni snjór á veginum en í venjulegu árferði og vegurinn var opnaður um þremur vikum fyrr en vanalega.

Snjórinn var fjarlægður með snjóblásara og hefli, auk þess sem klakabunkar voru rifnir upp. Einnig er búið að hálkuverja um þriðjung leiðarinnar.