Fréttir
  • Samið hefur verið um flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja.

Vegagerðin semur við Mýflug

Samið um flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur út mars

28.2.2024

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja og einnig til Húsavíkur út mars. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 1. mars til 31. mars.

Flogið verður þrjá daga í viku milli Eyja og Reykjavíkur sem og milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Fyrirkomulag á farmiðabókunum verður óbreytt frá því sem verið hefur á undanförnum vikum.

Flugvélar af gerðinni Beechcraft King Air B200, sem er 9 farþegasæta vél, og Jetstream 32, sem tekur 19 farþega í sæti, verða notaðar í þetta verkefni.

Flugleiðir þessar eru styrktar sérstaklega af ríkinu til að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á þessum leiðum á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðunum.