Fréttir
  • Af vefnum sjolag.is. Hér sést spá fyrir laugardaginn 2. september klukkan 18.

Varað við stórstreymisflóði um helgina

Mikilvægt að huga að skipum og bátum 1. og 2. september

31.8.2023

Stórstreymt verður um helgina og sjávarstaða há. Gert er ráð fyrir að þetta verði hæsta stórstreymisflóð ársins en fyrir Reykjavík reiknast flóðhæðin 4,6 metrar.

Samhliða þessu er spáð gulum viðvörunum á stærstum hluta landsins með suðaustan stormi og rigningu á föstudagskvöld og fram á laugardag. Því má búast við þungri öldu og áhlaðanda með suður- og vesturströndinni, sem gerir sjávarhæð mögulega enn hærri en útreikningar gefa til kynna.

Erfiðar aðstæður geta skapast í höfnum og því mikilvægt hugað verði að skipum og bátum sérstaklega á laugardagskvöld og sunnudagsnótt.

Nánari upplýsingar um ölduspár má finna á vefnum sjolag.is.