Fréttir
  • Héraðsvegur

Umsóknir um héraðsvegi frá 29.8 - 15.9 gætu hafa misfarist

Umsóknir um héraðsvegi (og styrkvegi) á tímabilinu 29. ágúst til 15. september

19.9.2017

Bilun átti sér stað í tölvukerfi Vegagerðarinnar sem þjónustar umsóknir um héraðsvegi (og styrkvegi) á tímabilinu 29. ágúst til 15. september.

Því gætu umsóknir sem sendar voru inn á þessu tímabili ekki hafa skilað sér.

Við óskum eftir því að þeir aðilar sem sendu inn umsókn á umræddu tímabili sendi inn nýja umsókn hér á vefnum .

Umsóknarfrestur vegna styrkvega rann reyndar út þann 21. apríl og verður aftur opnað fyrir umsóknir í byrjun næsta árs fyrir árið 2018.

Vegagerðin biðst velvirðingar á þeim vandræðum sem þetta getur skapað umsækjendum.