Fréttir
  • Jólakveðja frá Vegagerðinni.

Þjónusta Vegagerðarinnar um jól og áramót

Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðarnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði.

20.12.2019

Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðarnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði.

Nánari upplýsingar um vetrarþjónustu um jól og áramót má finna hér.

Aðfangadagur og gamlársdagur

Á aðfangadag og gamlársdag verður umferðarþjónustan í síma 1777 opin frá klukkan 6.30 til 22. Starfsmenn vaktstöðva verða hins vegar á vakt allan sólarhringinn.

Hlutverk vaktstöðva og þjónustustöðva Vegagerðarinnar er að tryggja að vegir haldist í því ástandi sem ætlast er til samkvæmt snjómokstursreglum. Starfsmenn þjónustustöðva vinna til 14 á aðfangadag og gamlársdag nema ófærð verði mikil, þá er unnið lengur.

Ef veður er vont og færð breytileg er staðið að þjónustu af fullum þunga.

Jóladagur og nýársdagur

Á jóladag og nýársdag verður umferðarþjónustan í síma 1777 opin frá klukkan 9 til 22. Sólarhringsvakt er á vaktstöðvum Vegagerðarinnar.

Starfsmenn þjónustustöðva veita þjónustu eftir því sem þarf miðað við veður og færð, þó mun sum þjónusta ekki hefjast fyrr en klukkan 10 um morguninn.

Á annan í jólum er veitt hefðbundin þjónusta og umferðarþjónustan veitir upplýsingar um færð og veður í síma 1777 frá klukkan 6.30 til 22.

Neyðarsími Vegagerðarinnar er 522 1112 en hann á aðeins að nota í neyðartilvikum.

Færðarkort Vegagerðarinnar

Færð á vegum verður ekki könnuð á vettvangi nema á umferðarþyngstu vegum. Upplýsingar um færð og veður sem lesa má úr færðarkorti Vegagerðarinnar taka annars mið af gögnum frá veðurstöðvum og myndavélum.