Fréttir
  • Hér má sjá áhrifasvæði Sundabrautar.

Sundabraut - Morgunfundur hjá Vegagerðinni í streymi

Framkvæmd í undirbúningi og áherslur í umhverfismati

6.10.2023

 

https://livestream.com/accounts/5108236/events/10981950

Hægt verður að senda fyrirspurnir á Slido.com. Lykilorðið er sundabraut.

 

Fyrirhuguð framkvæmd verður til kynningar, ásamt áherslum í komandi umhverfismati. Farið verður yfir hvaða valkostir eru til skoðunar varðandi legu Sundabrautar, auk tenginga hennar við byggð og atvinnustarfsemi. Auk fulltrúa Vegagerðarinnar verða á fundinum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu.

Dagskrá fundarins:

·        Sundabraut. Framkvæmd í undirbúningi. Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnisstjóri Sundabrautar.

·        Sundabraut. Áherslur í umhverfismati. Ragnhildur Gunnarsdóttir, verkfræðingur hjá EFLU.

         Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.

 

Frestur vegna athugasemda er til 19. október 2023

Frekari upplýsingar um Sundabrautarverkefnið er að finna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar en opið er fyrir umsagnir og athugasemdir til 19. október 2023. Sjá hér: