Fréttir
  • Breiðafjarðarferjan Baldur

Stöðvun Baldurs og samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

allt kapp lagt á að halda vegum opnum

12.3.2021

Meðan á stöðvun Breiðafjarðarferjunnar Baldurs stendur mun Vegagerðin leggja allt kapp á að halda Vestfjarðavegi (60) opnun þótt að sjálfsögðu ráði veðuröflin mestu um hvernig það gengur. Vegurinn hefur verið opnaður en að morgni 12. mars er þæfingur á Klettshálsi. 

Til framtíðar litið er unnið að vegagerð í Gufudalssveit og yfir Dynjandisheiði sem mun bæta samgöngur á þessu svæði verulega.

Þegar búið verður að meta ástandið á vél Baldurs og hversu langan tíma tekur að gera við verður ákveðið hvað gert verður varðandi siglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar auk siglinga í Flatey. Skoðað verður með að fá afleysingaskip frá Noregi.