Fréttir
  • Frá opnun Norðfjarðarganga

Stærri bílum hleypt í gegn á klukkutíma fresti

Umferð stærri bíla hleypt í gegn í stutta stund í senn í Norðfjarðargöngum

2.11.2021

Stærri bifreiðum, flutningabíla t.d., verður hleypt í gegn um Norðfjarðargöng á klukkustundarfresti u.þ.b. frá því upp úr hádegi í dag 2. nóvember. Hleypt verður í gegn í um 10 mínútur í senn. Oddskarðsgöng eru opin fyrir umferð minni ökutækja.

Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa kannað aðstæður þar sem hrunið varð í gær og unnið er að því að losa um það sem kann að vera laust í kringum sárið í loftinu. Þegar því verður lokið er ætlunin að setja upp net til bráðabirgða til að tryggja öryggi vegfarenda meðan unnið er að varanlegri viðgerð.