Fréttir
  • Covid Umferðin á Hb vikuleg 41
  • Covid umferðin það sem af er ári haust

Samkomutakmarkanir og minni umferð

merkja má í síðustu viku áhrif sóttvarnaraðgerða

12.10.2020

Umferð á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 21 prósenti minni en í sömu viku fyrir ári síðan og 15 prósentum minni en í vikunni þar á undan. Líklegt má telja að auknar samkomutakmarkanir og hvatning sóttvarnaryfirvalda til fólks um að vera sem minnst á ferð að óþörfu skili sér í þessum samdrætti í umferð. 

Í fyrstu bylgju faraldursins birti Vegagerðin umferðartölur vikulega frá höfuðborgarsvæðinu til að meta áhrif kórónaveirunnar á umferðina og tekur það nú upp aftur í þessari bylgju farsóttarinnar.

Nýliðin vika, eða vika 41, er fyrsta heila vikan með auknum samkomutakmörkunum vegna Covid-19 faraldursins, reyndist umferðin í þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu tæplega 21% minni en hún var í sömu viku á síðasta ári. En í vikunni á undan, eða viku 40, varð hins vegar tæplega 8% samdráttur frá árinu á undar. Í viku 41 í ár mældist umferðin hinsvegar 15% minni en í viku 40 nú í ár. Þannig að samdráttur milli vikna er töluverður.

Mest dróst umferðin saman í sniði á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 30% en minnst í sniði á Reykjanesbraut eða um tæp 17%.

Eins og sést á línuritinu sem fylgir, sem sýnir hlutfallslegan mun á milli vikna, hefur verið samdráttur í öllum vikum síðan í viku 24 og umferð hefur dregist saman í langflestum vikum ársins, það er aðeins í vikum 4-6, 8 og 24 sem umferðin hefur aukist í ár.