Fréttir
  • Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
  • Ráðstefnugestir
  • Haraldur Sigursteinsson Vegagerðinni
  • Suzanne Lacasse með fálkaorðuna
  • Ráðstefnugestir
  • Frá sýningunni
  • Frá sýningunni
  • Frá sýningunni
  • Frá sýningunni

Ríflega 300 þátttakendur á Norrænu jarðtækniráðstefnunni

ráðstefnan stendur í 3 daga

26.5.2016

Góð þátttaka er á Norrænu jarðtækniráðstefnunni sem að þessu sinni er haldin á Íslandi í Hörpu. Ríflega 300 manns sækja ráðstefnuna. Flestir frá norrænu ríkjunum en alls frá 22 löndum. Á þriðja tug erinda verða flutt á ráðstefnunni. Auk þess sem vinnustofa var haldin degi á undan.

Á ráðstefnunni er líka fjöldi sýnenda frá alls 10 löndum þannig að það er mikið að gerast þessa daga í jarðtækninni. Fræðast má um ráðstefnuna á heimasíðu hennar . Og einnig á heimasíðu Jarðtæknifélags Íslands.

Það var Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem ávarpaði gesti í upphafi ráðstefnunnar og minnti á að jarðtæknilegar lausnir og aðferðir væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi innviðanna og til að viðhalda sjálfbærri þróun. Þessar lausnir ættu rætur sínar í reynslu liðinna ára og væru í dag styrktar rannsóknum og tækni nútímans. Hreinn sagði einnig að í dag væri í auknum mæli litið til áhættu við framkvæmdir og áætlunum um áhættu (e. risk analysis) sem sneri ekki eingöngu að öryggi mannvirkjanna heldur einnig fjárhagslegrar áhættu. Það væri því ánægjulegt að sjá hversu mörg erindi fjölluðu um þetta efni.

Það var síðan Suzanne Lacasse frá norsku jarðtæknistofnuninni sem reið á vaðið um umræðu um áhættu en hún er frá Kanada þótt hún starfi í Noregi. Vel við hæfi að hún byrjaði enda hefur hún fengið riddarakross  hinnar íslensku fálkaorðu og bar hana við þetta tækifæri - að beiðni ráðstefnuhaldara.  Riddarakrossinn hlaut hún árið 1997.