Fréttir
  • Starfsmaður brúarflokks Vegagerðarinnar vinnur að því að taka niður það sem eftir stendur af gömlu brúnni. Mynd/Jón Björgvinsson
  • Göngubrúin eins og hún leit út áður.
  • Brúin var í henglum eftir að stór steinn féll á hana.
  • Lítið stendur eftir af upprunalegu brúnni.
  • Mikil vinna er fólgin í að koma vélbúnaði og efni á framkvæmdasvæðið. Mynd/Jón Björgvinsson

Reisa nýja göngubrú yfir Jökulsá í Lóni

Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar vinnur þarft verk

21.5.2019

Göngubrú yfir Jökulsá í Lóni eyðilagðist í aftakaveðri um síðustu áramót. Nú er unnið að því að reisa nýja brú enda er hún mikilvæg fyrir ferða- og göngufólk sem er á ferðinni um Lónsöræfin. Áin getur verið hættuleg á sumrin þeim sem reyna að vaða hana á leið inn að Múlaskála.

Ekki er auðvelt fyrir brúarvinnuflokk Vegagerðarinnar að koma efnum og tækjum langar vegleysur að þessum afskekkta stað eins og sjá má í þessari frétt úr kvöldfréttum RÚV sunnudaginn 19. maí.

Verkefnið er kostnaðarsamt en gróf kostnaðaráætlun hljómar upp á um 20 milljónir króna. Vegagerðin greiðir hluta en annað verður að fjármagnast eftir öðrum leiðum. Því hefur Ferðafélag Austur-Skaftfellinga hafið söfnun.