Fréttir
  • Úr Landeyjahöfn
  • Sunna Viðarsdóttir

Reiknilíkan fyrir öldur og strauma við Landeyjahöfn

Sunna Viðarsdóttir kynnir meistararitgerð sinni í umhverfisverkfræði

23.5.2019

Sunna Viðarsdóttir starfsmaður Vegagerðarinnar á siglingasviði kynnir í dag fimmtudag meistararitgerð sína sem fjallar um reiknilíkan fyrir öldur og strauma við Landeyjahöfn. Þörf er á betri skilningi á sandflutningum við höfnina, t.d. svo hægt sé að skipuleggja fyrirbyggjandi dýpkunaraðgerðir út frá veðurspám og því kemur þetta reiknilíkan sér vel. Meistarafyrirlesturinn fer fram í VRII, stofu 156 og hefst kl. 14:30.

Landeyjahöfn er staðsett á suðurströnd Íslands, sandströnd sem er útsett fyrir háum, orkumiklum öldum og með miklum sandflutningum. Frá opnun hafnarinnar árið 2010 hefur hún oft verið lokuð á veturna þar sem ekki hefur tekist að viðhalda öruggu siglingadýpi. Þrátt fyrir tíðar dýptarmælingar og öldu-, straum-, og vindmælingar er þörf á betri skilningi á sandflutningum á svæðinu, t.d. svo hægt sé að skipuleggja fyrirbyggjandi dýpkunaraðgerðir út frá veðurspám. Markmið verkefnisins var að gera tvívítt reiknilíkan af öldum og straumum sem hægt væri að nota sem grunn fyrir hermun á sandflutningum við Landeyjahöfn.
Sjá nánar hér.