Fréttir
  • Hrun úr lofti Norðfjarðarganga

Opið á ákveðunum tímum í Norðfjarðargöngum

göngin verða opin nokkrum sinnum á dag

3.11.2021

Unnið er af krafti að fullnaðar viðgerðum í Norðfjarðargöngum, á skemmdum á sprautusteypu í lofti ganganna. Opnað verður fyrir umferð nokkrum sinnum á dag meðan á viðgerðum stendur en lokað verður á nóttunni. Reiknað er með að viðgerðin muni taka nokkra dag. Oddskarðsgöng eru auk þess opin umferð minni bíla.

Ekki er unnt að sinna viðgerðum nema göngin séu lokuð á meðan. Opið verður fyrir almenna umferð á ákveðnum tíma sem hér segir: 

Opið kl. Hleypt í gegn
7 - 8:30 
 10:00
12-13 
 15:00
 17:00
19-20 
  
Lokað
á nóttunni:
20:00 - 07:00


Vonast er til þess að vinnu við viðgerðirnar ljúki um helgina.