Fréttir
  • Frá opnun Norðfjarðarganga

Of hratt ekið í Norðfjarðargöngum - enn unnið við göngin

vinna verður í gangi næstu tvær vikur

14.11.2017

Vinnu við Norðfjarðargöngin er ekki lokið þótt þau hafi verið opnuð fyrir umferð á laugardaginn var. Næstu daga verður unnið við að steypa gólf í neyðarrýmum en verktakar eru í vandræðum í göngunum vegna umferðarhraðans sem þar er. Ökumenn eru því beðnir um að hægja á sér og virða hraðatakmarkanir, göngin eru það mikil samgöngubót og sparar seinfarin fjallveg og því ættu allir að hafa tíma til að fara örlítið hægar í gegn.

Það er þó eftir nokkur vinna í göngunum, og verður unnið í þeim a.m.k. næstu tvær vikur. Í dag og næstu daga á til dæmis að steypa gólf í neyðarrými.   Menn sem standa í því verki og eru í erfiðleikum vegna umferðarhraða, fulltrúi verktaka lýsir því þannig:  

”Hraðinn í göngunum gífurlegur. Alverstir eru flutningabílarnir. Þeir keyra flestir því miður á útslættinum fram hjá strákunum.”

Og bætir við: "Að sjálfsögðu hafa menn sett upp merkingar  en áhrif þeirra virðast lítil.   Við viljum höfða til skynsemi  manna um að aka hægar þar sem unnið er.  Við vildum ekki fresta opnun ganganna þó að vissum um þessa vinnu, vitandi um einhverja erfiðleika.  En á móti þurfum við umburðarlyndi bílstjóra þó að þeir þurfi að fara aðeins hægar. Göngin flýta mjög ferð vöruflutningabíla þó að þeir slái aðeins af.  Ef hraðinn minnkar ekki erum við neyddir til þess að huga að tímabundnum lokunum til að vernda starfsmenn, en ég vona að ekki komi til þess."

Akið með gát, virðið merkingar og umfram allt akið hægar en nú er gert!