Fréttir
  • Achaeos-1
  • Achaeos-2
  • Achaeos-3

Gríska ferjan ekki nægilega góður kostur

Að mati Vegagerðarinnar er ekki ástæða að skoða þennan kost frekar að svo stöddu

26.11.2014

Vegagerðin ásamt ráðgjafa hefur skoðað kosti grísku ferjunnar Achaeos við siglingar milli lands og Vestmannaeyja. 

Niðurstaðan er sú að ekki er ástæða að svo stöddu að skoða þann kost frekar en lauslegt mat er að endanlegur kostnaður við Achaeos með breytingum á skipi og höfnum verði 2,5 til 3,5 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður á ári verði yfir hundrað milljónum króna meiri en á nýrri ferju og frátafir verða allt að 25% á móti 10% í nýrri ferju.

Ef ferjan væri á kaupleigu/leigu mætti ætla að ráðast þurfi í stofnkostnað fyrir á bilinu 700-1700 m.kr. og svo bættist við leiga sem væri um 200 milljónir á ári. Að mati Vegagerðarinnar er ekki ástæða að skoða þennan kost frekar að svo stöddu.


Áhugasamir Eyjamenn um bættar samgöngur hafa lagt til að kannað yrði með kaup á ferjunni og því var það skoðað.