Fréttir
  • Krýsuvíkurvegur, klæðing lögð
  • Krýsuvíkurvegur, klæðing lögð
  • Krýsuvíkurvegur, klæðing lögð
  • Krýsuvíkurvegur, klæðing lögð
  • Krýsuvíkurvegur, klæðing lögð
  • Krýsuvíkurvegur, kort

Bundið slitlag á Krýsuvíkurveg

lagt á hluta í vikunni, eftir veturinn verða aðeins 1300 m eftir

19.9.2014

Unnið er endurbótum á Krýsuvíkurvegi í ár líkt og nokkur síðustu ár. Í vikunni var lagt bundið slitlag á stærri hluta kaflans sem nú er undir. Þegar því verki verður öllu lokið verða einungis 1300 m á þessari leið malarvegur.

Endurbætur á Krýsuvíkurvegi núna eru meðfram Kleifarvatni, þetta er kafli upp á 2,1 km og verktaki við endurbæturnar er Jökulfell ehf. Bikun ehf. sér um að leggja klæðingu á kaflann, myndirnar sem fylgja voru teknar á miðvikudag þegar verið var að leggja fyrra lagið á kaflann. 

Eftir er að klára þá um 900 m kafla sem sést á kortinu sem blá lína. Og að því loknu er þá þessi 1300 m kafli eftir. Ekki er komin áætlun um hvenær verður farið í hann en það er heldur dýrari framkvæmd en þeir kaflar sem unnið hefur verið í síðustu ár.