Fréttir
  • Úr vefmyndavélum

Veröldin í vefmyndavélunum

margt sem gerist þar á hverjum degi

16.9.2014

Vefmyndavélar Vegagerðarinnar eru á um 110 stöðum á landinu. Þær taka myndir í gríð og erg. Þar birtist ekki bara lífið á vegunum heldur líka tilbrigði ljóss og skugga sem oft veita nýja sýn á náttúru landsins.


Myndunum úr þessum um 300 myndavélum er ekki safnað saman og hverfur eldri mynd í hvert sinn sem ný mynd er tekin á um fimm mínútna fresti. En þar sem oft margar skemmtilegar myndir verða til með þessu móti, til dæmis vegna vegavinnu, eða einfaldlega vegna þess að sólin eða skýin sína á sér nýjar hliðar, birtum við flesta daga nýja mynd úr vefmynavélunum á vefnum okkar. Mynd sem við kippum til hliðar ef við rekumst á eitthvað áhugavert. Okkur og vonandi fleirum til skemmtunar.

Myndirnar má sjá hér, en á forsíðu heimasíðunni er að finna hnapp undir "Áhugavert" sem heitir "Eldri myndir úr vefmyndavélum" og þar er hægt að komast í myndirnar.