Fréttir
  • Umferðin á Hringvegi með spá út árið
  • Umferðin á Hringvegi eftir mánuðum

Metumferð á Hringveginum í ágúst

umferð eykst meira en nokkru sinni síðan 2007

1.9.2014

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 7,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Aldrei áður hafa fleiri bílar farið um Hringveginn í ágúst. Það sem af er ári hefur umferðin á Hringveginum aukist um 5,1 prósent sem er mesta aukning síðan 2007.

Milli mánaða 2013 og 2014
Ef marka má 16 lykiltalningastaði á Hringvegi, þá hafa aldrei fleiri bílar farið um Hringveginn í ágúst mánuði, frá upphafi. Umferðin reyndist 7,5% meiri en í sama mánuði síðasta árs.  Þetta er næst mesta aukning síðan þessi samanburður hófst. Aðeins milli áranna 2005 og 2006 hefur mælst hlutfallslega meiri aukning milli ágústmánaða. Umferðin jókst mikið á öllum landssvæðum en mest varð aukingin um Vesturland eða um 11% og minnst um Norðurland eða um 5,1%. Á síðasta ári dróst umferð hins vegar saman um þessi sömu landssvæði, sjá töfluna.

Samanburdur-agust
Það sem af er ári 2013 og 2014
Umferð hefur nú aukist um 5,1%, það sem af er ári og þarf að leita aftur til ársins 2007 til að finna meiri aukningu miðað við árstíma.Umferð hefur aukist um öll landssvæði, frá áramótum, mest um Suðurland eða um 8% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða um 4,1%.


Horfur út árið 2014
Vegna þessara óvænt miklu aukningar í ágúst gerir spálíkan nú ráð fyrir því að umferðin geti aukist um tæp 5% m.v. síðasta ár. Gangi það eftir yrði um mestu umferðaraukningu á milli ára síðan fyrir hrun og umferðin um Hringveginn myndi þá samsvara sama umferðarmagni og árið 2009. Þá yrði umferðin einungis tæpu einu prósentustigi undir metárinu 2007.

Athugið
Það skal ítrekað að um grófrýnd gögn er að ræða, sem gætu tekið breytingum við endanlega yfirferð.