Fréttir
  • Þórsmörk brúarstæði
  • Þórsmörk

Göngubrú á Markarfljót.  Forval vegna hönnunarsamkeppni

Bygging brúarinnar er samstarfsverkefni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar. 

2.6.2014

Markmiðið með byggingu göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal er að auka öryggi og aðgengi að einum af vinsælustu ferðamannastöðum á landinu. Niðurstaða samkeppninnar liggur fyrir 10. september í ár. Fjármögnun verkefnisins verður blönduð. Umfjöllunin hér að neðan birtist í Framkvæmdafréttum 26. maí sl. 

Bygging göngubrúar á Markarfljót við Húsadal er samstarfsverkefni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar. 

Verkefnið

Markmið með byggingu göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal er að auka öryggi og aðgengi að einum af vinsælustu ferðamannastöðum á landinu. Með aðkomu frá Emstruleið (F261) verður til ný aðkoma að Þórsmörk sem gerir fleirum kleift að njóta útivistar í Þórsmörk. Með göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal verður til örugg og fljótleg rýmingar­ og flóttaleið ef eða þegar um mikla vatnavexti er að ræða í öðrum ám á svæðinu. Með göngubrúnni opnast einnig nýjar gönguleiðir fyrir lengri og skemmri ferðir um þetta fjölbreytta landsvæði með tengingu við Tindfjallasvæðið sem og inn með Markarfljótsgljúfrum að vestanverðu en með því móti mun vaxandi ferðamennska dreifast á fleiri staði. Árfarvegurinn er í dag um 140 m breiður þar sem brúarstæðið er fyrirhugað og rennur Markarfljótið þar í breytilegum kvíslum á malaraurum. Aðkoma að brúnni að austanverðu er á malaraur vestan ferðaþjónustuaðstöðu í jaðri birki skóga Húsadals. Vestan megin er aðkoman á uppblásnu og sandorpnu hrauni syðst á svokölluðum Klöppum sem eru sunnan Tröllagjár. Áætlað bílaplan og áningarstaður vestan megin við væntanlegt brúarstæði liggur að mestu sunnan Klappa á malaraur, en á því svæði eru malar­ og grjótnámur sem notaðar hafa verið til efnistöku af Vegagerðinni og Land græðslu ríkisins undanfarin ár til að styrkja varnargarða Markarfljóts.

Brúargerðin hefur verið fjármögnuð með styrkjum frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, Ferðamálastofu, Skógrækt ríkisins ásamt framlögum til Vegagerðarinnar í vegáætlun. 


Vinir Þórsmerkur

Vinir Þórsmerkur voru stofnaðir af ferðaþjónustuaðilum sem  hafa starfsemi í Þórsmörk árið 2011; Ferðafélagi Íslands,  Útivist, Farfuglum og Kynnisferðum, auk Rangárþings eystra  og Skógræktar ríkisins. Megin ástæða stofnunar félagins var að mynda félagsskap sem sameinaði þessa aðila til að standa saman að ýmsum framfaramálum á svæðinu, sér í lagi í tengslum við náttúruvernd. Helstu stefnumál Vina Þórsmerkur er að bæta aðgengi og  öryggi ferðamanna að svæðinu. Ennfremur að stuðla að áframhaldandi framför náttúru og gróðurs á Þórsmerkursvæðinu. Stefnt er að því að koma að fræðsludögum um Þórsmörk og taka á móti sjálfboðaliðahópum til að vinna að stígagerð og gróðurbótum. Göngubrú yfir Markarfljót er eitt helsta stefnu mál samtakanna á fyrstu starfsárum þess og hafa samtökin unnið að fjármögnun brúarinnar frá stofnun þeirra. Núverandi formaður Vina Þórsmerkur er Skúli Skúlason fram kvæmdastjóri Útivistar. Nánari upplýsingar um Vini Þórsmerkur má m.a. sjá á heimasíðu þeirra.

www.vinirthorsmerkur.is

Val á hönnunarteymi

Markmiðið með þessu forvali er að velja þrjú hönnunarteymi til að taka þátt í hönnunarsamkeppni fyrir nýja göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal.

Hvert hönnunarteymi mun fá greidda þóknun að upphæð kr. 1.200.000 fyrir að leggja fram tillögur í samkeppninni. Þóknun greiðist þegar tillögum hefur verið skilað og dómnefnd hefur staðfest að framlagðar tillögur séu í samræmi við kröfur í útboðs­/forvalsgögnum.

Gert er ráð fyrir að samið verði við höfunda vinningstillögu um hönnun brúarinnar til útboðs á grundvelli áætlaðs hönnunar kostnaður sem verður skilað inn með tillögum. Sérstakur samningur verður gerður þar um sem byggist á ÍST 35.

Tímaáætlun verkkaupa 2014:

25. maí: Auglýst eftir hönnunarteymi
6. júní: Frestur til fyrirspurna
13. júní: Forvalsgögnum skilað
20. júní: Þrjú teymi valin
30. júní: Keppnislýsing send til þátttakenda
1. september: Tillögum skilað inn
10. september: Niðurstaða samkeppni
1. október: Samningur um verkhönnun

Dómnefnd verður skipuð fimm aðilum. Tveir aðilar frá Vegagerðinni, einn aðili frá Vinum Þórsmerkur ásamt óháðum arkitekt og verkfræðingi. 

Verkefnavefur um framkvæmdina.