Fréttir
  • Umferð í höfuðborginni
  • Umferð með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum

Lítið minni umferð á höfuðborgarsvæðinu í apríl

umferðin jókst lítið eins og reiknað var með

5.5.2014

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst aðeins um 0,2 prósent svo sem reiknað hafði verið með. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 3,7 prósent sem er svipað og í fyrra.

Milli apríl mánaða 2013 og 2014
Umferðin, í þremur mælisniðum Vegagerðarinnar á Höfuðborgarsvæðinu, í apríl varð eins og búast mátti við, samkvæmt spámódeli Vegagerðarinnar, um 0,2% meiri miðað við sama mánuð á síðasta ári. Umferð jókst um 2% á Reykjanesbraut en drógst saman um 3,3% á Hafnarfjarðarvegi..

Það sem af er ári milli áranna 2013 og 2014
Umferðin, í áðurnefndum mælisniðum hefur aukist um 3,7%, frá áramótum. Þetta er aðeins minni aukning en á sama tíma á síðasta ári en þá hafði umferðin aukist um 4% miðað við árið þar á undan, eða 2012.

Horfur út árið 
Horfur út árið eru nú á þann veg að útlit er fyrir rúmlega 4% aukningu í lok árs.  Þetta er heldur meiri aukning en gert er ráð fyrir á Hringvegi. Verði þessi aukning að veruleika yrði það næstmesta aukning frá því að þessi samanburður hófst og stefnt gæti í met í umferð árið 2014 á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi.