Fréttir
  • Vetrarblæðingar á Hringveginum

Vart við vetrarblæðingar

í mun minni mæli en í fyrra

10.1.2014

Vart hefur orðið við vetrarblæðingar á nokkrum stöðum á Norðurlandi og eru vegfarendur beðnir að aka varlega ef þeir verða varir við blæðingar. Sett hafa verið upp skilti á Ólafsfjarðarvegi þar sem mest hefur orðið vart við blæðingar sem eru þó mun minni en raunin varð fyrir réttu ári síðan.


Unnið hefur verið við hreinsun á Ólafsfjarðarvegi, en einnig hefur orðið vart við blæðingar á Svalbarðsströnd og í Vestur-Húnavatnssýslu en í mun minni mæli. Engin þessara blæðinga er í líkingu við það sem átti sér stað í janúar 2013 að magni til. Vegagerðin mun fylgjast vel með vegum næstu daga vegna þessa og eru vegfarendur beðnir um árvekni og að taka mið af skiltum hafi þau verið sett upp þar sem blæðingar eiga sér stað.

Myndin sem fylgir þessari frétt er frá blæðingunum í janúar 2013.