Fréttir
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga
 • Fyrsta sprenging Norðfjarðarganga

Fyrsta sinn sem kona sprengir

Fyrsta sprengingin í Norðfjarðargöngum

14.11.2013

Innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir sprengdi fyrstu sprenginguna í Norðfjarðargöngum á fimmtudag með aðstoð vegamálastjóra Hreins Haraldssonar. Þetta er í fyrsta sinn sem kona sprengir fyrir jarðgöngum á Íslandi. 
 

Fjölmenni var viðstatt sprenginguna en það eru verktakafyrirtækin Suðurverk hf. og Metrostav a.s. frá Tékkalandi sem vinna verkið. Göngin verða 7,9 km lng með vegskálum, heildarkostnaður er áætlaður um 12 milljarðar króna. Verklok eru áætluð í spetember 2017.  Að lokinni vel heppnaðri sprengingu var kaffisamsæti verktaka í félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði .

Hanna Birna nefndi við þetta tækifæri að þetta væri fyrsta sinn sem kona sprengdi fyrir göngum á Íslandi en að þetta væri hinsvegar ekki í fyrsta sinn sem kallavígi hafi fallið með hvelli. Hún sagði að það hefði komið sér óvart hvað þetta hefði verið gaman, hún hafi verið hissa á því fyrr í vetur hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi verið ánægður eftir að hún bað hann um að sprengja fyrstu sprenginguna í Vaðlaheiðargöngum fyrir sig, en að hún skildi hann núna. Hanna Birna sagðist hafa skynjað kraftinn og tækifærin sem fælust í kraftinum.

Hreinn upplýsti að eitt af hans fyrstu verkum hjá Vegagerðinni fyrir um 30 árum hafi verið að skoða ný Oddskarðsgöng og að það væru margir búnir að bíða lengi eftir þessum göngum. En þetta væri eitt stærsta verkefnið í samgöngumálum landsins. Hann óskaði verktökum velfarnaðar í verkinu og benti á að Metrostav þekkti til íslenskra fjalla en það hefði vakið heimsathygli í jarðgangaheiminum hvernig fyrirtækið hefði ráðið við hinn mikla vatnsleka sem varð í Héðinsfjarðargöngunum.

Heimamenn lýstu margir ánægju sinni með að langþráð framkvæmd væri nú hafin.

Lengd Norðafjarðarganga í bergi er áætluð 7.542 m, vegskáli er 120 m Eskifjarðarmeginn og 246 m Norðfjarðarmegin eða samtals 366 m Heildarlengd ganga með vegskálum er áætluð 7.908 m. Gólf í göngum fer mest í 175 m hæð y.s. í miðjum göngunum og er mesti lengdarhalli 3,0 %. Þversnið er samkvæmt norskum reglum og nefnist T8, breidd þess er rúmlega 8,0 m í veghæð, þverskurðarflatarmál 53 m2. Í göngum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru 4 steypt tæknirými og 2 við hlið vegskála. Göngin eru malbikuð með steyptum upphækkuðum öxlum. 

Heildarkostnaður við verkið er áætlaður 12.054 m. kr. á verðlagi í febrúar 2013. Í þeirri tölu er innifalinn kostnaður við rannsóknir hönnun og eftirlit auk framkvæmdanna sjálfra. 

Í tengslum við vegagerð að göngum verða byggðar nýjar brýr á Norðfjarðará og Eskifjarðará. Smíði brúar á Norðjarðará lauk um miðjan október 2013.

Guðmundur Ólafsson frá Suðurverki kynnti verkið en hann má sjá í ræðustóli á mynd hér við hliðina.

Meira um framkvæmdina.