Fréttir

Garðabær um Álftanesveg

á heimasíðu Garðabæjar um tilganginn með nýjum Álftanesvegi

4.10.2013

Garðabær hefur birt á heimasíðu sinni ástæður fyrir lagningu nýs Álftanesvegar. Horft sé til tveggja meginsjónarmiða, umferðaröryggis og góðs vegasambands annarsvegar og hinsvegar að verja náttúru- og menningarminjar.Fram kemur meðal annars:

Við val á veglínu nýs Álftanesvegar var horft til tveggja meginsjónarmiða, þ.e. annars vegar að bæta umferðaröryggi og tryggja gott vegsamband við Álftanes, Garðahraun og aðra fyrirhugaða íbúðabyggð sunnan vegarins. Hins vegar að verja náttúru- og menningarminjar. Horft var sérstaklega til þess að vernda merkar menningarminjar og hraunmyndanir eins og kostur er.