Fréttir
  • Hjólum til framtíðar - ráðstefna

Hjólum til framtíðar

ráðstefna um rétt barna til hjólreiða

12.9.2013

Áhersla ráðstefnunnar, Hjólum til framtíðar, er á hvers vegna og hvernig best sé að styðja við hjólreiðar barna og ungmenna og reynslu af notkun reiðhjólsins í skóla- og frístundastarfi. Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 20. september nk.

Þetta er þriðja ráðstefnan Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin í samgönguviku 2011. Vegagerðin er einn af fjölda samstarfsaðila ráðstefnunnar.

Áhersla ráðstefnunnar er á hvers vegna og hvernig best sé að styðja hjólreiðar barna og ungmenni og reynslusögur af notkun reiðhjólsins í skóla - og frístundastarfi. Tveir fyrirlesarar koma erlendis frá en auk þeirra eru fjölmargir innlendir fyrirlestar.

Ráðstefnan verður haldin í Iðnó og er aðgangur ókeypis. Hægt er að kaupa súpu á staðnum. Skráning og nánari upplýsingar er á finna á vef Landssamataka hjólreiðamanna.

Tveir fyrirlesara koma erlendis frá en auk þeirra eru fjölmargir innlendir fyrirlesarar.

Tim Gill frá Bretlandi, sem m.a. heldur úti heimasíðunni Rethinking Childhood en hann er áhrifamikill talsmaður þess að veita börnum frelsi til að vera sjálfstæð innan borga og bæja. Erindi Tim Gills nefnist Cycling and mobility: happier and healthier children. Tim Gill mun einnig flytja erindi og taka þátt í málstofu hjá Háskóla Íslands fimmtudaginn 19. september sem er öllum opin (sjá nánar á www.hi.is).

Trine Juncher Jørgensen frá dönsku hjólreiðasamtökunum (Dansk cyklistforbund). Erindi hennar nefnist How to get children riding bicycles? En í því fjallar hún um mikilvægi þess að börn læri og venjist því að hjóla frá unga aldri og segir frá velheppnuðum herferðum sem beint er að börnum á leik- og grunnskólaaldri í Danmörku.

Sjá heimasíðu ráðstefnunnar