Fréttir
  • Umferðin á Kjalarnesi

Fleiri austur fyrir fjall

Um helgar fara mun fleiri um Hellisheiði en um Hvalfjarðargöng

5.7.2013

Meiri umferð er út frá höfuðborgarsvæðinu, í júní sl. miðað við sama mánuð á síðasta ári, ef marka má teljara í Hvalfjarðargöngum og á Hellisheiði.

Umferð um Hellisheiði jókst um 1,8% í júnímánuði miðað við sama mánuð síðasta árs. Umferðin jókst á öllum vikudögum fyrir utan miðvikudaga.  Mest jókst umferðin hlutfallslega á mánudögum og fimmtudögum eða um 3,8%, hvorn dag, en dróst saman um 0,6% á miðvikudögum.


Umferðin um Hellisheiði í júní

Sambærilegar tölur úr Hvalfjarðargöngum sína að umferðin jókst einnig þar um 2%, miðað við sama mánuð síðasta árs.  

Umferðin um Hvalfjörð jókst á virkum dögum og þar af hlutfallslega mest á föstudögum eða um 5% en dróst saman um 0,8% á laugardögum og stóð í stað á sunnudögum:


Umferðin um Hvalfjörð í júní

Í júní mánuði sl. var umferðin um Hellisheiði um 7.500 bílar á sólarhring á virkum dögum eða frá mánudegi til föstudags en 9.900 bílar á sólarhring um helgar.  Sambærilega tölur fyrir fyrir Hvalfjarðargöng voru  6.600 bílar á sólarhring á virkum dögum en um helgar 7.400 bílar á sólarhring.   Þetta merkir það að hlutfallslega er umferðin mun meiri um Hellisheiði um helgar miðað við aðra daga vikunnar en í Hvalfjarðargöngunum. Þetta má túlka á þann veg að mun hærra hlutfall frístundaumferðar fer um Hellisheiði en um Hvalfjarðargöng í júní.