Fréttir
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu eftir mánuðum
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu spá út árið 2013

Aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu

minni aukning í júní 

2.7.2013

Umferðin í þremur mælisviðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,7 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Frá ármótum hefur umferðin aukist um 3,6 prósent sem er mesta aukning síðan árið 2008. Búast má við þriggja prósenta aukningu í ár.

Milli mánaða 2012 og 2013
Áætlað er að umferð hafi aukist um 1,7% í þremur mælisniðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum júnímánuði.  Ef frá er talinn samdráttur í mars er þetta þó minnsta aukning milli mánaða það sem af er ári.  Líklega má kenna slæmri tíð á höfuðborgarsvæðinu í júní um.  Það sem af er ári hefur umferðin aukist í öllum mánuðum ársins miðað við síðasta ár ef frá er talinn marsmánuður.

Umferðin um Vesturlandsveg dróst saman 2,4% en jókst um 4,2% um Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi.

Milli ára 2012 og 2013
Það sem af er ári hefur akstur um þessi þrjú mælisnið aukist um 3,6% og er það mesta aukning miðað við árstíma síðan árið 2008. 

Horfur út árið 2013
Gangi þessi auking eftir, sem orðið hefur í sex fyrstu mánuðum ársins má búast við tæplega 3% aukingu í akstri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta myndi þýða að árið 2013 yrði þriðja stærsta ár í umferð á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi þessara mælinga árið 2005.


Athugasemd:
Teljari í sniði á Hafnarfjarðarvegi sunnan Kópavogslækjar var fjarlægður tímabundið, í lok apríl sl. vegna framkvæmda.  Rauðu tölurnar í töflunni eru því byggðar á áætlunum