Fréttir

Kort af skriðunni í Köldukinn

unnið af Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands

6.6.2013

Vegurinn við Ystafell á þjóðvegi 85 er enn lokaður en búast má við að eftir helgina eða upp úr 10 júni verði hægt að hefjast handa við að laga um 100 metra skarð í veginum sem aurskriðan frá því á þriðjudaginn (4. júní) olli. Reikna má með að það taki um 3 daga að gera við veginn en í hann vantar líklega eina 2000 rúmmetra af efni.

Skriðan var stór og aflmikil en talið er að hún hafi verði 200-250 metra breið. Hér fylgir kort sem sýnir stærðina vel og hvar hún hefur runnið niður hlíðina og yfir veginn. 


Það var Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskólans sem vann kortið.

Aurskriðan við Ystafell