Fréttir

Aukin umferð í maí

mikil aukning frá áramótum

3.6.2013

Umferðin á Hringveginum í maí reyndist 1,2 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra, sé tekið mið af 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar. Þetta er annað árið í röð sem umferðin eykst í maí.  

Það sem af er ári hefur umfeðrin aukist enn meira eða um 4,3 prósent og er það mesta aukning umferðar í byrjun árs síðan árið 2007. Mest er aukningin á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið.

 

 

 

 

Milli mánaða:

1,2% meiri umferð var nú um Hringveginn í ný liðnum maí borið saman við sama mánuð árið 2012.

Þetta er annað árið í röð þar sem umferð eykst á milli ára í maí mánuði en á síðasta ári jókst umferðin um 2% milli maí mánaða 2012 og 2011.

Umferðin eykst um öll landssvæði, mest um Austurland eða tæp 12% en minnst um og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 0,6%.

 

 

SamabMai2013 

 

 

Milli ára:

Frá áramótum hefur umferðin á Hringveginum aukist um 4,3% miðað ivð árið 2012, ef marka má 16 lykilteljara Vegagerðarinnar. Þetta er mesta aukning frá áramótum síðan árið 2007 en þá hafði umferðin aukist um 6,4% milli áranna 2006 og 2007, fyrir sama tímabil.

Umferðaraukning frá áramótum virðist að mestu vera borin uppi af Suðurlandi þar sem aukningin er 8,5% og höfuðborgarsvæðinu þar sem umferðin hefur aukist um tæp 5%. Minnst hefur umferðin aukist um Norðurland en þar mælist samdráttur upp á 1,3%.

Horfur út árið:

Horfur út árið hafa ekki breyst frá síðustu fréttum af umferð, áfram er gert ráð fyrir að umferðin geti aukist um 2 - 3% á þessu ári miðað við árið 2012.

 

Talnaefni