Fréttir

Opið í Kjálkafirði

Ekki fyrirsjáanlegar breytingar í bráð

26.5.2013

Vestafjarðavegur (60) í Kjálkafirði er opinn og ekki er búist við breytingum á því alveg á næstunni.

Vakt var á svæðinu þar til síðdegis í gær laugardag. Síðan vegurinn var lokaður aðfararnótt laugardags hefur þornað mikið og nú ekki talin hætta á ferðum. Verktakinn á svæðinu fylgist þó grannt með þróun mála.