Fréttir
  • Hellisheiði-sólarhringsdreifing
  • Hvalfjarðargöng

Minni umferð um hvítasunnuhelgina

að jafnaði meiri umferð fyrri hluta helgarinnar en þann seinni

22.5.2013

Umferð um nýliðna Hvítasunnuhelgi var um 3,5% minni, frá og með fimmtudegi til og með mánudegi, en yfir sömu helgi á síðasta ári um Hellisheiði og Hvalfjarðargöng.

Miðað við síðasta ár var umferðin að jafnaði meiri frá fimmtudegi til laugardags en aftur á móti mun minni frá sunnudegi til mánudags.

 

 

Hellisheiði:

Umferðin um Hellisheiði var 3,3% minni en um sömu helgi á síðasta ári.

Sólarhringsdreifing umferðarinnar um Hellisheiði var hins vegar mjög hefðbundin og svipuð því sem hún var á síðasta ári. Árið 2013 fóru tæp 74% umferðarinnar um Hellisheiði á bilinu 12:00 á hádegi til 22:00 um kvöldið. Á síðasta ári var þetta hlutfall tæplega einu prósentustigi meira.

Hellisheiði-sólarhringsdreifing

 Hellisheiði-sólarhringsdreifing

Hvalfjörður:

Umferðin um Hvalfjarðargöng var 3,7% minni en um sömu helgi á síðasta ári.

Sólarhringsdreifing umferðarinnar um Hvalfjarðargöng var hins vegar mjög hefðbundin og svipuð því sem hún var á síðasta ári, líkt og um Hellisheiði. Árið 2013 fóru 74,3% umferarinnar fram á bilinu 12:00 á hádegi til 22:00 um kvöldið. Á síðasta ári var þetta hlutfall tæplega hálfu prósentustigi minna.

Hvalfjarðargöng

Hvalfjarðargöng-sólarhringsdreifing 

 

Athugið!

Viðmiðunartímabilið er 24 - 28 maí 2012 en 16 - 20 maí árið 2013.