Fréttir
  • Umferð á þjóðvegi

Sumaropnun upplýsingaþjónustunnar

1777 er opinn frá 08:00 til 16:00

30.4.2013

Frá og með 1. maí tekur við sumartími hjá upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar. Opið verður í síma 1777 alla virka daga frá klukkan 08:00 á morgnana til 16:00 síðdegis en ef brýna nauðsyn ber til þá má hringja í síma 522-1112.  

Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér aðstæður til dæmis með því að skoða vefmyndavélar Vegagerðarinnar sem nálgast má hér til vinstri sem og kortið með upplýsingum um færð og veður efst í horninu til hægri hér á vefnum.