Fréttir
  • Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar

Úthlutun úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar

148 milljónir til ráðstöfunar

13.3.2013

Nú er lokið úthlutun úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2013. Umsóknafrestur rann út þann 6. febrúar síðastliðinn. Alls bárust 156 umsóknir og sótt var um samtals tæplega 380 milljón krónur.

Sjóðurinn hafði hins vegar 148 milljónir til ráðstöfunar. Alls voru 98 verkefni styrkt. Umsækjendur og verkefnisstjórar hafa fengið send skeyti um samþykkt eða synjun. Upplýsingar um flest þau verkefni sem fengu styrk má finna hér á vef Vegagerðarinnar.

Þar er einnig að finna útgefnar rannsóknarskýrlsur fyrri ára.