Fréttir
  • Umferðin á Hringvegi

Umferðin á Hringvegi eykst á nýju ári

meiri aukning umferðar í janúar en hefur mælst síðan a.m.k. 2005

5.2.2013

Umferðin í nýliðnum janúarmánuði á 16 lykilteljurum á Hringveginum reyndist 12 prósentum meiri en umferðin í janúar í fyrra. Þetta er mesta aukning frá því að samanburður á þennan hátt hófst árið 2005. 

 

Umferðin í janúar í fyrra hafði dregist mikið saman miðað við árið þar á undan. Umferðin eykst í öllum landssvæðum, mest á Suðurlandi en minnst á Norðurlandi.

 

 

 

 

 

Janúar

12% aukning varð í umferð milli janúarmánaða 2012 og 2013. Athygli vekur að þetta er mesta umferðaraukning milli janúarmánaða frá því að þessi samanburður hófst árið 2005. Þess ber líka að geta að umferð dróst mikið saman í milli janúar 2011 og 2012 eða 10% og þar áður um 7,6%, eins og sjá má á töflu 3 hér fyrir neðan. Það mætti því segja að innistæða (uppsöfnuð þörf) hafi verið fyrir nokkurri aukningu.

 

Umferðin eykst í öllum landssvæðum en lang mest á Suðurlandi eða um 22,6%. En umferðin um Suðurland dróst líka mikið saman milli janúar 2011 og 2012.

 

Minnst eykst umferðin um Norðurland eða 2,6%

 

 

 

 

 

 

Samanburður 

 

Næstu mánuðir

Miðað við janúartölur, og öllum fyrirvörum, þá gæti umferðin árið 2013 orðið um 1,5% meiri en hún varð árið 2012. Það verður því mjög áhugavert að fylgjast með þróun umferðarinnar eftir því sem líður á árið. En ítreka verður að aðeins er búið að mæla umferðina í janúar og því getur spáin breyst eftir því sem fleiri mældir mánuðir bætast við.

Talnaefni