Fréttir
  • Þétt umferð á Hellisheiði

Umferð á Hringvegi í október

1.11.2012

Engin óvænt tíðindi urðu í októberumferðinni yfir 16 mælisnið Vegagerðarinnar. Umferðaraukning mældist upp á brot úr prósenti eins og spár gerðu ráð fyrir.

Milli mánaða 2011 og 2012:
Umferðin okt. mánuði varð 0,3% meiri en í sama mánuði árið 2011. Er þetta nákvæmlega eins og Vegagerðin hafði gert ráð fyrir.  Mestu munar um 2,3% aukningu á Hringvegi í grennd við Höfuðborgarsvæðið og 4,7% aukningu í mælisniðum á Austurlandi.
Umferð dregst áfram mest saman á Vestur- og Norðurlandi eða 4,1% annars vegar og 3,7% hins vegar.
Þrátt fyrir þessa aukningu er umferðin í okt. sú þriðja minnsta frá árinu 2005.  Aðeins árin 2005 og 2011 hefur mælst minni umferð í okt, sjá meðf. talnaefni.

Umferð í okt. 2012

Frá áramótum:
Það sem af er ári hefur umferð dregist saman um 0,4% m.v. sama tímabil árið 2011. Mest hefur umferð dregist saman á Vestur- og Norðurlandi eða 3,2% og 2,6%.  Umferð um Austurland hefur aukist mest, hlutfallslega eða 7,3%, sjá nánar töflu 3.


Horfur út árið 2012:
Horfur út árið 2012 hafa ekki breyst frá því að ágústtölur lágu fyrir. Áfram er gert ráð fyrir sama umferðarmagni í þessum 16. mælisniðum og varð á síðasta ári.
Nú er gert er ráð fyrir að umferðin í nóvember að verði um 0,6% minni og umferðin í desember um 6% meiri en á síðasta ári. Ástæðan fyrir að spáð er svo mikilli aukningu í des. er sú að á síðasta ári var umferðin í des. óvenju lítil.  Þótt niðurstöður verði aðrar þá mun það hafa óveruleg áhrif á endanlega niðurstöðu.