Fréttir
  • Umferðin um verslunarmannahelgi 2005---2012
  • Hvalfjörður 31. júlí -  6. ágúst
  • Hellisheiði 31. júlí -  6. ágúst

Aukin umferð um Hellisheiði þessa verslunarmannahelgi

minni umferð um Hvalfjarðargöng

7.8.2012

Umferðin um verslunarmannahelgina í ár var mun meiri um Hellisheiði en í fyrra eða um 10 prósentum meiri umferð. Umferðin um Hvalfjarðargöngin þessa helgi dróst hinsvegar saman um 2,6 prósent.

Aukningin um Hellisheiði í heila viku, fyrir og um helgina, nemur 11,5 prósentum. Því virðast fleiri en áður hafa verið fyrr á ferðinni fyrir verslunarmannahelgi og farið af stað á miðvikudegi eða fimmtudegi. Áberandi mikill samdráttur er í umferðinni um Hvalfjarðargöng á laugardegi eða sem nemur 12,6 prósentum frá þvi árið 2011.

Þegar talað er um umferðina um verslunarmannahelgi þá er alla jafna miðað við dagana frá og með föstudegi til mánudags.

Hellisheiði

Þessa daga varð 10% meiri umferð um Hellisheiði nú í ár borið saman við síðasta ár. Þrátt fyrir þessa aukningu um Hellisheiði þá er umferðin samt sem áður minni um nákvæmlega sama hlutfalli en árið 2009 og tæplega 5% minni en árið 2010.

Sé miðað við sjö daga tímabil, í heild sinni, frá þriðjudegi til mánudags kemur út mjög svipað hlutfall þó ýfið meiri aukning eða 11,5% milli 2011 og 2012 sem sjá má á meðfylgjandi töflu. Samkvæmt ehnni þá vekur athygli hversu mikið umferðin eykst á miðviku- og fimmtudegi. Leiða má líkur að því að fólk hafi verið fyrr á ferðinni nú í ár miðað við síðasta ár.

 

Hellisheidi-verslo-samanb

 

Hvalfjörður

Þegar umferðin um Hvalfjarðargöng er skoðuð fyrir sama tímabil, þá kemur upp heldur annað mynstur en 2,6% minni umferð varð um göngin nú í ár miðað við í fyrra. Ólíkt Hellisheiði þá var umferðin á pari við árið 2009 eða 0,2% meiri en aftur á móti 11,5% undir árinu 2010. Mestu munar um samdrátt upp á heil 12,6% á laugardegi nú í ár miðað við árið 2011, samanber meðfylgjandi töflu. Þegar lengra tímabil er skoðað þá jafnar þetta sig út og það verður örlítil aukning milli ára eða 0,4%.

 

Hvalfjordur-verslo-samanb

 

Hellisheiði vs. Hvalfjörður 2005-2012

Meðfylgjandi línurit (sjá mynd) sýnir þróun umferðar frá föstudegi til mánudags yfir verslunarmannahelgi síðustu ára.

Óvarlegt er að draga allt of miklar ályktanir af svo stuttu viðmiðunartímabili en 16 lykilteljarar á Hringvegi hafa sýnt svipaða tilhneigingu þ.e.a.s. að samdráttarskeiði í umferð, austur fyrir land, kunni e.t.v. að vera að ljúka eða lokið en norður og vestur hluti landsins sé enn á stöðnunar og eða samdráttarskeiði, sbr. fyrri fréttir þar um. En nokkrar sveiflur hafa verið í umferð á þessum tveimur stöðum undanfarin ár eins og meðfylgjandi línurit sýnir, en fylgni á milli umferðar um verslunarmannahelgi og umferðar almennt á þjóðvegum landsins hefur ekki verið könnuð sérstaklega.

Á línuriti virðast umferðarveiflur, frá árinu 2005 telja, um verslunarmannahelgi ekki fara saman á Hellisheiði og Hvalfirði. Þegar umferðin toppar um Hellisheiði mælist samdráttur um Hvalfjörð og síðan öfugt.

 

Umferðin um verslunarmannahelgi 2005---2012

 

Ath.

Við skoðun á þessum tölum skal haft í huga að landsmót UMFÍ var haldið á Selfossi þessa síðustu helgi, en á Egilsstöðum árið 2011.