Fréttir
  • Hraðaskilti við Lauga í Reykjadal
  • Hraðaskilti við Lauga í Reykjadal
  • Hraðaskilti við Lauga í Reykjadal
  • Hraðaskilti við Lauga í Reykjadal

Íbúar á Laugum ánægðir með hraðaskiltin

hraðaskiltin skila árangri, ökumenn hægja á sér

1.8.2012

Íbúar á Laugum í Reykjadal eru ánægðir með hraðaskiltin sem Vegagerðin setti upp til að hvetja vegfarendur til að virða lægri hámarkshraða þar sem Hringvegurinn liggur í gegnum Lauga. Að mati heimamanna er ekki annað að sjá en að skiltin geri sitt gagn þar sem ökumenn hægi á sér og öll umferð er hægari en hingað til.

Svo segir í skeyti sveitarstjóra Þingeyjasveitar til Vegagerðarinnar:

"Að gefnu tilefni langar mig að koma þeim skilaboðum til ykkar að við íbúar erum mjög ánægð með hraðaskiltin sem Vegagerðin setti upp hér á Laugum í Reykjadal fyrir skömmu. Nú er umferðin í gegnum hverfið í hámarki og svo virðist sem skiltin virki því ökumenn hægja verulega á og öll umferð er hægari hér í gegn sem aldrei fyrr.

Hraðaskiltin hér við Lauga eru skref í rétta átt að bættu umferðaröryggi fyrir okkur sem hér búum og ekki síst fyrir börnin okkar sem ganga og hjóla alla daga yfir þjóðveg 1."

er meðal þess sem kemur fram hjá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar í tölvupósti til Vegagerðarinnar á Akureyri.